Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2010

Keflavík - KR á morgun!

Meistaraflokkur karla hjá Keflavík mun annað kvöld fá sterkt lið KR í heimsókn í Toyota Höllina! Hefst leikurinn kl.19:15 og hvet ég alla iðkendur, foreldra og áhugamenn til að mæta á þennan leik og styðja okkar menn til sigurs! Áfram Keflavík!!
kv. Bjössi þjálfari

Strákarnir áfram í A riðli!

Strákarnir voru að keppa í fyrsta sinn á Íslandsmótinu á heimavelli um helgina! Í liðinu voru 8 strákar úr 6.bekk og 3 úr 5.bekk! Náðu peyjarnir að halda sér uppi með flottum vinnusigri gegn Reykdælingum/Skallagrím en sá leikur vannst ekkert annað en á góðri vörn og baráttu en það var einmitt það sem lagt var upp með fyrir helgina að spila góða vörn og berjast allan tímann! Í hinum þremur leikjunum er lítið hægt að segja annað en að okkar peyjar voru því miður ansi oft að gleyma sér í varnarleiknum og feimnir að sækja á körfuna fyrir utan fyrstu 2 leikhlutana á móti Njarðvík þar sem við vorum mjög flottir og leikurinn í járnum! Leikmenn eru ekki alveg farnir að þekkja sitt hlutverk, margir sem eru nýjir í liðinu og voru peyjarnir að drippla boltanum of mikið, taka oft mjög erfið skot og eins og áður sagði ítrekað að gleyma sér í vörninni eins og að sjá bæði mann og bolta, stíga manninn sinn út og berjast almennilega í frákastinu!!

En það er ekki hægt að gera kraftaverk á einni nóttu! Strákarnir eru enn að læra, vilja verða betri og það er mikill hugur í liðinu sem er mjög jákvætt og það er hægt að gera helling með þessa stráka með tímanum! Leikskilningurinn kemur en leikmenn þurfa líka leggja meira á sig þegar þeir eru komnir í Keflavíkur búninginn, það er bara þannig!! Það jákvæða við helgina er að strákarnir náðu að halda sér uppi í A riðli með já hreinskilnislega sagt slakri frammistöðu sem þýðir að við eigum nóg inni og stefnan í næsta móti er að sjálfsögðu að gera betur! Ef strákarnir spila eins og þeir hafa gert undanfarið á æfingum, hafa trú á sjálfum sér og hlusta á það sem þjálfarinn segir þá er allt hægt! :)

Þakka öllum þeim sem hjálpuðu til á ritaraborðinu og dæmdu um helgina! Án ykkar hefði þetta mót ekki gengið upp :) Einnig var gaman að sjá foreldrana mæta og styðja peyjana!

Keflavík - Njarðvík 28 - 42
Keflavík - Reykdælir/Skallagrímur 31 - 29
Keflavík - Stjarnan 19 - 34
Keflavík - KR 17 - 39

Stigaskor um helgina: Arnór 22, Palli 18, Árni 15, Arnar 12, Þorbjörn 11, Rafnar 7, Þorbergur 7, Davíð 2, Magnús 2, Tumi 1 og Stefán 0.

Lokastaðan: 1.KR, 2.Stjarnan, 3.Njarðvík, 4.Keflavík, 5.Reykdælir/Skallagr. KR-ingar eru vel þjálfaðir, með mjög öfluga stráka og voru með sterkasta liðið um helgina það fór ekki á milli mála!
Bjössi þjálfari.


Íslandsmótið hefst á morgun

Mæting hjá peyjunum á morgun er kl.10:15! Hvet alla foreldra, ættingja og vini til að koma hvetja strákana áfram! Leikir okkar manna eru eftirfarandi:
Laugardagur 23. okt.
11.00 Keflavík – Njarðvík
13.00 Keflavík – Reykdælir/Skallagrímur
Sunnudagur 24. okt.
09.00 Keflavík – Stjarnan
11.00 Keflavík – KR
kv. Bjössi þjálfari

Æfingin á morgun og liðið um helgina

Síðasta æfing fyrir mót er á morgun föstudag í Heiðarskóla og vil ég endilega að strákarnir séu mættir 14:45 en æfingin verður að þessu sinni til 16:30!! Liðið á mótinu er skipað eftirtöldum leikmönnum: Árni, Palli, Þorbergur, Þorbjörn(Tobbi), Magnús, Tumi, Arnar, Davíð og svo úr 5.bekk verða þeir Arnór, Stefán jr. og Rafnar með um helgina!
Leikjaniðurröðun er hægt að finna aðeins neðar á síðunni!
Áfram Keflavík!
kv. Bjössi þjálfari

Æfingaleikur í dag!

Í dag fóru fram æfingaleikir uppí Heiðarskóla á milli kynjanna. 5.bekkur stelpur á móti strákum og sama í 6.bekk. Hjá 5.bekknum unnu strákarnir 68-32. Sáust mörg glæsileg tilþrif en það var sérstaklega mikil spenna og barátta í gangi hjá 6.bekknum! Þar byrjuðu strákarnir betur en eftir tvo leikhluta var 26-18. Eftir fjóra var staðan allt í einu orðin 40-44 fyrir stelpunum en þær komust yfir með mikilli baráttu í fráköstunum og pössuðu boltann betur en strákarnir. Í lokin var mikil stemmning, bæði lið að skiptast á að skora, hvetja samherjana áfram og var mjög gaman að sjá krakkana hafa svona gaman af þessu og sjá að hvorugt kynið neitaði að gefa eftir! Leikurinn endaði svo 57-56 fyrir strákunum! Bæði kynin stóðu sig mjög vel og var þjálfarinn ánægður með baráttuna, einbeitninguna og framlag allra leikmanna hjá báðum kynjunum í dag! Einnig var sérstaklega gaman að sjá framfarir hjá mörgun leikmönnum og vonandi að það haldi bara áfram! Spilaðir voru 6 leikhlutar alls og fengu allir að spila mikið.

Þeir iðkendur sem mættu á æfingu í dag og liðin sem spiluðu:
6.bekkur kk: Árni, Páll, Þorbergur, Þorbjörn, Stefán, Davíð, Magnús, Tumi.
6.bekkur kvk: Katla, Birta, Andrea Dögg, Andrea, Guðrún, Þóranna, Þóra, Hanna, Berglind.
5.bekkur kk: Arnór, Rafnar, Stefán, Siggi, Egill.
5.bekkur kvk: Elsa, Birna, Sara Jenný, Tara, Ísabella, Ólöf, Emelía, Sædís.
Vantaði Arnar, Ingamund, Guðmund, Hjölla hjá strákunum en hjá stelpunum vantaði Kamillu, Söru, Nínu, Evu, Anítu, Lovísu, Evu og Auði.
körfuboltakveðja Bjössi þjálfari


Aukaæfing á morgun í Heiðarskóla!

Á æfingu í dag fengu strákarnir að vita að á morgun spilar hópurinn æfingaleik við stelpurnar í Heiðarskóla kl.15:00! 5.bekkur kvk við 5.bekk kk og 6.bekkur kvk á móti 6.bekk kk! Treysti á að allir muni þetta :)
Bjössi þjálfari

Breyting á æfingatíma!!

Æfingin á morgun mánudaginn 18.október, mun færast í A salinn uppí íþróttahúsinu á Sunnubraut og verður frá 15.00-16:10 en ekki uppí Heiðarskóla!! ATH. Láta þetta ganga milli leikmanna í kvöld, í skólanum á morgun og einnig vil ég sjá alla commenta hér og staðfesta að þið sáuð þetta! Sjáumst hressir á morgun í A sal kl.15:00!!
kv. Bjössi þjálfari

Keflavík-Stjarnan kl.19:15 á mánudaginn!

Næsti heimaleikur hjá meistaraflokki karla er á mánudaginn kl.19:15 og mæta Stjörnumenn í heimsókn! Allir krakkar sem æfa körfubolta fá frítt inná leikinn og mæli ég með að þið strákar mætið á þennan leik og hvetjið ykkar lið til sigurs! Áfram Keflavík!
kv. Bjössi þjálfari

Fundurinn í gær

Fyrsti foreldrafundur vetrarins fór fram í fundarsal Íþróttahússins við sunnubraut í gærkvöldi. Fór þjálfari yfir markmið vetrarins, mótamál, æfingasókn, reglur, búningamál osfrv.. Ekki er reiknað með að búningarnir komi fyrr en í lok þessa mánaðar en við vonum það besta þar! Nú þegar er eitt mót búið en 5.bekkur fór á Eymundsson mót KR en næst á dagskrá er 1.umferð í Íslandsmótinu sem verður helgina 23.-24.okt n.k.! Á næstunni mun þjálfari kalla saman hópinn í video/pizzu partý en það verður auglýst síðar en þetta er eitthvað sem verður gert nokkrum sinnum í vetur! Fundurinn gekk mjög vel, létt var yfir (kven)mönnum og tilhlökkun bæði í foreldrum og leikmönnum fyrir komandi leiktímabil!

13 foreldrar mættu í gær, 2 boðuðu forföll en það vantaði foreldra frá 2 iðkendum! Mjög góð mæting og vonandi verður þetta svona áfram í vetur. Hér fyrir neðan er svo hægt að sjá hvaða helgar strákarnir munu keppa í vetur!

9 auka mót eru í boði en við ætlum á 4 mót alls fyrir utan Íslandsmót.
2.-3.okt Eymundssonmót KR (5.bekkur og yngri)
23.-24.okt 1.umferð Íslandsmót
6.-7.nóv Hópbílamót Fjölnis
20.-21.nóv 2.umferð Íslandsmót
8.-9. jan Actacismót Hauka
6.-7.feb 3.umferð Íslandsmót
5.-6.mars Nettómót Keflavíkur
19.-20.mars Loka umferð Íslandsmót

kv. Bjössi þjálfari.


Myndbönd

Ég er búinn að setja inn tengla á aðrar síður og einnig myndbönd af Michael Jordan, Kobe Bryant, Magic Johnson og Lebron James hérna hægra megin á síðunni undir TENGLAR! Fullt af flottum tilþrifum þar á ferð!
Góða skemmtun!
kv. Bjössi þjálfari

Næsta síða »

Þjálfari

5. og 6. bekkur drengja
Björn Einarsson s. 864-3123 bjossieinars10@yahoo.com
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband