Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2010

Foreldrafundur á þriðjudaginn!!

Fyrsti foreldrafundur vetrarins verður á þriðjudaginn kl. 18:00 uppí Íþróttahúsi við Sunnubraut. Mjög mikilvægt að allir foreldrar mæti á þennan fund!! Láta þetta berast milli manna en ég ætlast til að allir leikmenn og foreldrar skoði þetta blogg daglega í vetur þar sem allar helstu upplýsingar munu koma hér fram. Takk fyrir.
kv. Bjössi þjálfari

Fyrsta fjölliðamótið á heimavelli!

Minnibolti 11 ára helgina 23.-24.okt 2010, Toyota Höllin.
11:00 Keflavík - Njarðvík
12:00 KR - Stjarnan
13:00 Keflavík - Reykdælir/Skallagrímur
14:00 Njarðvík - Stjarnan
15:00 KR - Reykdælir/Skallagrímur

09:00 Keflavík Stjarnan
10:00 Njarðvík - Reykdælir/Skallagrímur
11:00 Keflavík - KR
12:00 Reykdælir/Skallagrímur - Stjarnan
13:00 KR - Njarðvík

kv. Bjössi þjálfari


2 vikur í Íslandsmótið

Fyrsta törnering vetrarins á Íslandsmótinu hefst eftir rúmar 2 víkur. Er þetta í fyrsta skipti sem strákarnir taka þátt á Íslandsmótinu og er peyjunum farið að hlakka mikil til! Upplýsingar um hvar mótið verður og leikjaniðurröðun mun koma strax á síðuna um leið og KKÍ(Körfuknattleikssamband Íslands) senda það út!
kv. Bjössi þjálfari

Búningamál

Þeir leikmenn sem þurfa að endurnýja búninga sína láta þjálfara vita á æfingu á morgun fimmtudag eða í allra síðasta lagi á föstudaginn n.k.! Kostar 5000 kr (búningur og stuttbuxur) og hefur þá verið niðurgreiddur 2000 kr af unglingaráði! Ég verð með búninga til mátunar á æfingunum ef til þess þarf. Nýjir iðkendur fá gefins búninga frá deildinni, þ.e.a.s. ef gengið hefur verið frá skráningu!
kv. Bjössi þjálfari

Strákarnir duglegir á Eymundsson móti KR um helgina!

Jæja þá er heimasíðan komin af stað! Strákarnir í 5.bekk tóku þátt á Eymundsson móti KR laugardaginn 2.okt s.l.! Spiluðu strákarnir alls þrjá leiki gegn Breiðablik, KR og Haukum. Strákarnir stóðu sig vel í þessum leikjum og var ég mjög ánægður með baráttuna og varnarvinnuna! Er liðið í mikilli framför frá því í byrjun september og sást það vel um helgina en þeir eiga enn helling eftir ólært og eiga bara eftir að verða betri! Gaman að sjá hversu margir foreldrar studdu strákana og kann ég að meta svona lagað! Fengu allir verðlaunapening og 1000kr ávísun frá Eymundsson og fóru allir sáttir heim eftir góðan dag! Þeir sem spiluðu um helgina voru: Arnór, Stefán, Egill, Guðmundur, Rafnar, Hjölli og Siggi!
kv. Bjössi þjálfari.

« Fyrri síða

Þjálfari

5. og 6. bekkur drengja
Björn Einarsson s. 864-3123 bjossieinars10@yahoo.com
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband