Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2011

Æfingaleikir

Ágætu foreldrar og leikmenn! Eins og staðan er í dag þá lítur allt út fyrir að við fáum 2 æfingaleiki núna á föstudaginn við Hrunamenn og laugardaginn við Breiðablik á okkar heimavelli! Þetta er enn í vinnslu en ef allt gengur upp þá fögnum við því að sjálfsögðu! Ég var náttúrulega búinn að segja fyrir löngu að við myndum taka 1-2 æfingaleiki í lok tímabilsins og núna er líklegast komið að því...

Staðfestir tímar verða komnir á hreint í kvöld miðvikudag eða snemma á morgun fimmtudag!!

kv. Bjössi þjálfari


Gleðilega páska

Gleðilega páska og vonandi hafið það sem allra best! Það gleymdist að senda mér páskaegg krakkar, hvað á það að þýða :) hahaha...
Næsta æfing er á þriðjudaginn samkvæmt æfingatöflu!

kv. Bjössi þjálfari


Æfingatímar í næstu viku (Uppfært)

Góðan daginn! Í næstu viku eru smá breytingar en við munum æfa við toppaðstæður í A sal í íþróttahúsinu við Sunnubraut! Æfingatímarnir eru eftirfarandi:
Mánudagur 18.apríl 11:00 - 13:00 (spila við stelpurnar)
Þriðjudagur 19.apríl 12:30 - 14:00
Miðvikudagur 20.apríl 13:00 - 14:30
Fimmtudagur 21.apríl - Mánudagur 25.apríl PÁSKAFRÍ

Láta þetta ganga til allra leikmanna takk! Sjáumst hressir á mánudaginn! Allir að commenta um að hafa séð þetta..

Svo vantar mig ennþá frá foreldrum svör með hvaða daga hentar best í foreldraæfinguna.. Aðeins Ingunn og Jónína sem commentuðu í síðasta pistli....

kv. Bjössi þjálfari


Framundan hjá strákunum

*Ég er að reyna fá æfingaleiki fyrir strákana og skýrist það vonandi á næstu dögum..
*Óvæntur gestur kíkir við á æfingu í næstu viku!! :)
*Eigum við ekki að taka foreldraæfingu aftur áður en tímabilinu lýkur ???

kv. Bjössi þjálfari


KEFLAVÍK-KR og Njarðvík-KEFLAVÍK

Allir að mæta á þessa leiki næstu daga! Leikur 4 í undanúrslitum á milli Keflavíkur og KR í meistaraflokki karla er á morgun, mánudag kl.19:15 í Keflavík! Svo kl.19:15 á þriðjudaginn í Njarðvík er leikur 2 hjá Njarðvík og Keflavík í úrslitum kvennaboltans!

Áfram Keflavík!!!!!


Kobe Bryant kíkir á æfingu í dag

Mæli með að allir leikmenn mæti á æfinguna í dag!!! Og vinir, foreldrar og systkin velkomin líka!!! Hinn eini sanni Kobe Bryant er staddur á landinu ásamt föruneyti sínu á vegum Nike en þeir eru að taka upp nýja auglýsingu í dag og á morgun! Þar sem þjálfarinn er ljónharður LAKERS maður og mikill aðdáandi Kobe gat hann ekki staðist þá freistingu að fá Kobe til að heilsa aðeins uppá peyjana í dag sem Kobe fannst ekkert annað en sjálfsagt og mun hann stoppa í smástund á milli 5 og 6! Ekki missa af þessu!!

Sjáumst á æfingu á eftir!!!

kv. Bjössi þjálfari og Kobe Bryant


Þjálfari

5. og 6. bekkur drengja
Björn Einarsson s. 864-3123 bjossieinars10@yahoo.com
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband