Bloggfærslur mánaðarins, mars 2011
29.3.2011 | 18:25
KEFLAVÍK - KR á morgun kl.19:15 (silfurdrengir heiðraðir í hálfleik)
Allir leikmenn að mæta á leikinn á morgun, miðvikudag eins og rætt var á æfingu í dag! Muna koma í nýju Keflavíkur peysunni og með silfurmedalíuna um hálsinn! Það er verið að fara heiðra ykkur í hálfleik á þessum leik fyrir frábæra frammistöðu í vetur! Allir að láta þetta ganga og þeir sem ekki voru á æfingu í dag voru: Arnór Daði, Páll Orri, Þorbjörn, Ingimundur og Árni Geir!! Láta þá vita þetta í kvöld og í skólanum á morgun takk takk!
Sjáumst á leiknum! Áfram Keflavík!
kv. Bjössi þjálfari
Íþróttir | Breytt 30.3.2011 kl. 12:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.3.2011 | 22:40
10-11 ára stelpurnar um helgina
Leikjaniðurröðun hjá stelpunum er eftirfarandi:
Laugardagur 25.mars
11:00 Keflavík - Ármann
14:00 Keflavík - Grindavík
Sunnudagur 26.mars
12:00 Keflavík - Fjölnir
14:00 Keflavík - Hrunamenn
Endilega láta sjá sig strákar og hvetja stelpurnar :)
kv. Bjössi þjálfari
Íþróttir | Breytt 25.3.2011 kl. 12:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.3.2011 | 12:30
KEFLAVÍK - ÍR í kvöld kl. 19:15
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 12:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2011 | 13:12
Frábær árangur hjá strákunum um helgina!!
SILFUR stákarnir koma frá Keflavík þetta árið!! :) Keflavík landaði 2.sætinu sannfærandi eftir mikla og harða baráttu við tvö sterk lið frá KR ásamt ÍR og Stjörnunni! Peyjarnir töpuðu fyrsta leiknum gegn KR(b) þar sem við leiddum leikinn í hálfleik með 3 stigum, og eftir 4 leikhluta vorum við yfir með 1 stigi!! En í 4.leikhluta og sérstaklega byrjun 5.leikhluta fór allt úrskeiðis hjá strákunum, leikmenn voru ragir að sækja á körfuna og gleyma sér í vörninni og KRb landaði naumum sigri en þetta var eftir allt saman úrslitaleikur mótsins um gullið! Spiluðum vel í 3 og hálfan leikhluta en það nægir ekki til sigurs gegn KR og mun það ekki gerast aftur! Næsti leikur var við Stjörnuna og unnu peyjarnir leikinn með 5 stigum en hefðu getað unnið með meiri mun í raun og veru þar sem Stjörnumenn hittu úr fáránlegustu skottilraunum og héldu sér þannig í leiknum á tímabili! Spilamennskan og varnarleikurinn hjá okkar mönnum var til fyrirmyndar og baráttan virkilega góð!
Sunndagurinn byrjaði þannig að við fórum í mat heim til Þórunnar mömmu hans Þorbergs! Leikmenn fengu kjúklingapasta og lasagna og var þjónað mönnum líkt og á veitingastað! Þjálfari fékk lánaða upptöku af leikjum laugardagsins og fengu leikmenn að horfa á það og sjá hvað hefði mátt betur fara og hvað menn gerðu rétt! Þökkum við Þórunni og fjölskyldu fyrir matarboðið og Svenna fyrir upptökurnar! Fyrsti leikur sunnudagsins hjá okkur var við ÍR og eftir brösuga byrjun unnum við leikinn með 20 stigum en það sem landaði þessum auðvelda sigri var fyrst og fremst varnarleikurinn en fyrirfram vissu leikmenn að við hefðum unnið ÍR þar sem þeir voru einungis með 9 leikmenn en minniboltareglur eru þannig að ef þú notar ekki 10 leikmenn þá tapar þú sama hvernig úrslit leiksins verða! Strákarnir voru því að mínu mati full afslappaðir en það kom ekki til greina fyrir síðasta leikinn! Síðasti leikur mótsins var nefnilega úrslitaleikur um 2.sætið á móti sterku liði KR! Strákarnir fengu vel valið orð í eyra í klefanum fyrir leikinn og menn voru það motiveraðir og tilbúnir að hálfa hefði verið nóg!! Allir klappandi, syngjandi og peppandi hvorn annan í klefanum að undirritaður sá að það var eitthvað gott í vændum! Til að segja langa sögu stutta þá unnum við leikinn og var þetta einn mest spennandi leikur sem hefur verið spilað á Sunnubrautinni í langan tíma! Áhorfendur og leikmenn að klappa og hvetja og syngja og var mikill fögnuður meðal leikmanna í lokin! Strákarnir spiluðu frábæran varnarleik í þessum leik og áttu KR ingar ekki séns frá upphafi leiksins þó svo leikurinn hafi verið jafn og spennandi! Okkar strákar voru það stemmdir, grimmir og hungraðir í silfrið að þeir ætluðu alls ekki að láta KR fá það líka! Þegar menn spila svona varnarleik og eru að berjast þá á ekkert lið breik í okkar stráka!
Óska KR-ingum hinsvegar til hamingju með 1.sætið, flottur árangur hjá þeim og strákar KEFLAVÍK: þið eruð ekkert annað en töffarar! Eigið þetta svo sannarlega skilið og að ná 2.sætinu í vetur er framar björtustu vonum og er ég virkilega stoltur af ykkur, frábært! Halda áfram að mæta vel á æfingar, taka á því og bæta sig!! Þetta gerist nefnilega ekki að sjálfu sér og við sýndum það í vetur! Getur allt gerst og næsta vetur stefnum við á að gera enn betur! Áfram KEFLAVÍK!!
Keflavík KR b 28 35 -(7/18 víti)
Keflavík Stjarnan 37 32 -(3/6 víti)
Keflavík ÍR 50 30 -(10/16 víti)
Keflavík KR 37 28 -(3/8 víti)
Heildarskor leikmanna:
Stefán L. 37 stig - (7/14 vítí)
Arnór Sveins 35 - (5/8)
Þorbjörn 23 - (5/14)
Ingimundur 17 - (1/2)
Arnar Þór 16 - (2/4)
Tumi 11 - (3/6)
Páll Orri 4
Þorbergur 4
Rafnar 2
Davíð 2
Árni Geir 0
Arnór Daði 0
Egill Darri 0
Stefán Arnar 0
(23/48) 47,9 % vítanýting um helgina
kv. Bjössi þjálfari
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 23:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
17.3.2011 | 21:11
Föstudagurinn 18.mars
Góða kvöldið! Allir að muna æfinguna á morgun frá 17:00 - 18:15 í Heiðarskóla! Síðasta æfing fyrir mótið um helgina og væri frábært ef leikmenn yrðu mættir ekki seinna en 16:45! Svo eftir æfinguna ætlum við allir saman á leik meistaraflokks Keflavíkur og ÍR í úrslitakeppninni! Sá leikur er frá 19:15-20:45!
Á laugardaginn eftir leikina okkar í Minniboltanum er planið að hittast heima hjá Þórunn Þorbergs og þar ætlum við að fá okkur að borða saman osfrv.. Allir að mæta með 500 kall þangað. Sjáumst hressir á æfingu á morgun! Áfram KEFLAVÍK!!
kv. Bjössi þjálfari
Íþróttir | Breytt 18.3.2011 kl. 11:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
15.3.2011 | 21:57
Leikjaniðurröðun fyrir helgina!
Það verður sannkölluð körfuboltaveisla um helgina í Keflavík!! Lokaumferðir á Íslandsmótinu og 3 aldursflokkar með heimatörneringar hér í Keflavík ótrúlegt en satt! Við í minniboltanum og 7.fl kvenna að spila í Toyota Höllinni en 7.fl kvenna spilar einnig helming sinna leikja í Heiðarskólanum en þar verða líka 10.fl kvenna að spila sína leiki. Fyrir utan það þá er Meistaraflokkur karla að spila leik nr 1 við ÍR kl.19:15 á föstudaginn og Meistaraflokkur kvenna að spila leik nr 1 kl.16:00 á laugardaginn gegn KR! Þannig að það þurfti að púsla þessu öllu saman og hérna er niðurstaðan fyrir okkar leiki!
Laugardagur
09:00 Keflavík - KR 2
12:00 Keflavík - Stjarnan
Sunnudagur
15:15 Keflavík - ÍR
18:15 Keflavík - KR 1
Allir að taka þessa tíma frá og mæta til að styðja peyjana í þessum hörku leikjum! Þetta er eini stráka flokkurinn frá Keflavík í vetur sem er með mót á heimavelli í úrslitatörneringu og vonandi að það verður flottur stuðningur á okkar leikjum og rúmlega það til að aðstoða okkur í þessari baráttu!!
kv. Bjössi þjálfari
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 22:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.3.2011 | 13:20
ATH. breyting (uppfært)
Á morgun mánudag verður æfingin ekki uppí Heiðarskóla! Í staðinn æfum við frá 15:00 - 16:10 við mun betri aðstæður í A sal uppá Sunnubraut! Láta þetta ganga til allra leikmanna takk.
*Svo fyrir þá sem ekki vita að þá verður úrslita umferðin sem er næstu helgi á okkar HEIMAVELLI hér í Keflavík! KR geta ekki haldið mótið þannig að við fengum það í staðinn! Alltaf jafn gaman að spila á heimavelli og fá enn meiri stuðning þannig að allir foreldrar, systkin, ættingjar og vinir að koma og horfa á peyjana! Hvet ykkur leikmenn til að auglýsa þetta vel á msn, facebook og í skólanum! Reynum að fá sem flesta til að styðja okkur í þessum hörku leikjum! Áfram Keflavík!
kv. Bjössi þjálfari
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 19:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.3.2011 | 22:07
Engin æfing á morgun föstudag!
Á morgun föstudag er frí á æfingu vegna þess að það er mót hjá stúlknaflokk í Heiðarskóla frá 16.00! Er að reyna fá æfingu á sunnudag í staðinn og mun láta vita hérna á blogginu á morgun. Fylgjast vel með því takk..
p.s. Helgina 19.-20.mars er úrslita mótið og verður spilað á heimavelli KR. Meira eftir helgina...
kv. Bjössi þjálfari
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 22:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.3.2011 | 19:58
Flottu Nettómóti lokið
Um helgina fór fram stærsta og langflottasta körfuboltamótið á landinu! Ef þið hafið ekki enn áttað ykkur á hvað um er að ræða þá er ég ekki að tala um Hópbílamótið, ég er auðvitað að tala um Nettómótið í Keflavík og Njarðvík! :) Rúmlega 1200 krakkar komu frá flestum klúbbum á landinu og gekk mótið mjög vel í alla staði! Okkar strákar fóru nú flestallir í sund og í bíó og að minni bestu vitund skemmtu sér vel. Kvöldvakan var mjög góð, krakkarnir fengu nammi og gos, Íþróttaálfurinn og Solla stirða fengu salinn með í allskonar leiki, dansa og fleira! Hörður Axel og Ólafur Ólafs sýndu frábærar troðslur sem fékk fólk úr sætunum þvílik voru tilþrifin, sérstaklega hjá Ólafi! Síðastur var Friðrik Dór og ætlaði að taka nokkur lög en því miður þá brást hljóðkerfið og verður það lagað fyrir næsta mót án efa! :) Mótshaldarar og starfsmenn fá miklar þakkir og hrós frá mér!!
Mættum við til leiks með 2 lið alls, s.s. strákar fæddar árið 2000 og 1999. Strákarnir stóðu sig hrikalega vel og eins og ávallt flottir innan sem utan vallar! Varnarleikurinn til fyrirmyndar, baráttan flott og leikgleðin skein í andlitum leikmanna það fór ekki á milli mála! Þakka öllum fyrir helgina og sérstaklega ykkur strákar, mjög ánægður með ykkur og auðvitað liðsstjórarnir Rúnar Árna, Óli og Svenni!! Þið fáið stórt kúdos frá mér! :)
Áfram Keflavík!!!
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 20:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.3.2011 | 12:37
Nettómótið - dagskrá fyrir liðin
Góðan daginn ágætu foreldrar og leikmenn! Ég er búinn að setja upp leikjaprógrammið ásamt sundferðum, bíóferðum osfrv.. Endilega prenta þetta út svo allir séu með á nótunum um helgina :) Áfram Keflavík!!
Keflavík 1 árgerð 1999 kk Liðsstjóri Rúnar Árna
Laugardagur
09.00 Þór Þ. 1 Akurskóli völlur 13
10.00 BÍÓSÝNING
12.00 SUND
16:00 Fjölnir 2 Ásbrú völlur 12
20.30 Kvöldvaka
Sunnudagur
09:00 Þór Ak. 1 Ásbrú völlur 11
11.00 Breiðablik 1 Akurskóli völlur 13
11:00 14.30 Pizzuveisla
14.00 Haukar 1 Ásbrú völlur 12
15.30 Verðlaunaafhending og mótsslit
Keflavík 2 árgerð 2000 kk (allir leikir á Sunnubraut) Liðsstjórar Svenni og Óli
Laugardagur
08:00 Breiðablik 2 Völlur 3
10.30 Stjarnan 2 Völlur 3
12.00 BÍÓSÝNING
16.30 Hekla 1 Völlur 4
18.00 ÍA Völlur 4
20.30 Kvöldvaka
Sunnudagur
08.30 KR 4 völlur 5
09.00 SUND
11:00 14.30 Pizzuveisla
15.30 Verðlaunaafhending og mótsslit
kv. Bjössi þjálfari
Íþróttir | Breytt 21.3.2011 kl. 23:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar