Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2011

Dagskrá framundan

Mán 31.jan 16:00 – 17:15 Æfingaleikur við 7.flokk í A sal uppí Sunnubraut
Fös 4.feb 17:00 – 18:15 Foreldraæfing í Heiðarskóla (foreldrar fara í skotkeppnir og spila með/við leikmenn osfrv)
5.-6.feb 3ja umferð á Íslandsmótinu. Spilað í Njarðvík.
Mið 9.feb 15:00 – 16:00 Æfingaleikur við stelpurnar
5.-6.mars Nettómótið í Keflavík

MJÖG MIKILVÆGT að allir leikmenn mæta á mánudaginn!!! Vinsamlegast koma með comment á þennan pistil til að staðfesta að þið hafið séð þetta og mætið á mánudaginn t.d..

kv. Bjössi þjálfari


Íslandsmótið leikjaniðurröðun

Leikjaniðurröðun fyrir næstu umferð á Íslansdmótinu er tilbúin! Spilað verður í Njarðvík helgina 5.-6.febrúar.. Vil sjá ALLA foreldra, vini og systkin mæta á þetta mót og styðja vel við peyjana!! Valið verður í liðið eftir æfinguna á þriðjudaginn nk!

Laugardagur 5.feb
12:00 Keflavík - ÍR
15:00 Keflavík - Stjarnan
Sunnudagur 6.feb
13:00 Keflavík - Njarðvík
16:00 Keflavík - KR

kv. Bjössi þjálfari


Æfingaleikur og mótið framundan

Strákarnir spiluðu æfingaleiki við yngri og eldri stelpurnar í lok síðustu viku! Skemmst er frá því að segja að eldri peyjarnir töpuðu með 4 fyrir stelpunum eftir að hafa verið undir með 16 stigum í hálfleik en fyrir leikinn voru nokkrir leikmenn með miklar yfirlýsingar um stórsigur og kann það alls ekki góðri lukku að stýra eins og úrslit segja og fengu þeir væntanlega nokkur skot frá stelpunum í skólanum daginn eftir! En þeir læra vonandi að þessu framvegis grunar mig... Stefnan er svo að fá leik við 7.flokks strákana sem fyrst en það er bara til að herða peyjana enn meira.. Yngri strákarnir unnu yngri stelpurnar frekar örugglega en hjá stelpunum vantaði reyndar helstu burðarásirnar sökum afmælis en þessir krakkar eiga eftir að spila aftur og vonandi með fullmannaðan leikmannahóp!

Helgina 5.-6.feb er 3ja umferðin á Íslandsmótinu og er Njarðvík væntanlega með heimatörneringu eða mig grunar það! Meira um þetta þegar nær dregur..

kv. Bjössi þjálfari


Æfingaleikur á morgun

Sælir foreldrar og leikmenn! Bara minna á að á okkar æfingatíma á morgun föstudag, verður spilaður æfingaleikur við stelpurnar kl.17.00! Treysti á að sjá alla strákana tilbúna í þetta verkefni! Það vantaði Stefán Ljubicic, Sigga Santa og Arnór Sveins á æfingu í dag, endilega láta þá vita af þessu takk..

Annars eru fleiri æfingaleikir á döfinni og einnig er mjög stutt í Foreldraæfinguna og væri gott að fá smá feedback frá foreldrum í "athugasemdum" um hvaða dagar og tímar henta þeim best! Ef foreldrar komast ómögulega á æfingatíma þá þarf að athuga æfingu yfir einhverja helgina.. Takk fyrir..

kv. Bjössi þjálfari


Stuð á Actavismótinu

Um helgina fór fram Actavismót Hauka og vorum við með 2 lið skráð til leiks líkt og á Hópbílamótinu! Það sáust einhverjir töffarar í Keflavíkur búningnum um helgina og gladdi það þjálfarann mjög mikið!! Strákarnir stóðu sig glimrandi vel í yngri og eldri fyrir utan smá kafla hjá þeim eldri gegn KR í fyrri hálfleik en í seinni þá létu þeir kné fylgja kviði og það sást langar leiðir að við erum farnir að narta aðeins í hælana á KR! Annars stóðu strákarnir sig mjög vel eins og fyrr segir, leikmenn eru farnir að skilja leikinn mun betur, deila boltanum vel, klára færin betur og mun fleiri farnir að taka af skarið! Svona á þetta að vera og endilega halda þessu áfram strákar!

Framundan eru æfingaleikir við stelpurnar og svo er stefnan að spila kannski við strákana í 7.flokk, held að það gæti verið skemmtilegt! Halda áfram að mæta vel á æfingar og bæta sig! Áfram Keflavík!

kv. Bjössi þjálfari


Leikjaniðurröðun á Actavismótinu

Leikið verður bara á laugardeginum og verður spilað á Ásvöllum í Hafnarfirði! Mæting hjá leikmönnum er alls ekki seinna en 30 mín fyrir fyrsta leik hjá sínu liði! Kostnaður er víst 2000 kr miðað við síðasta email sem ég fékk í dag.. Þeir sem hafa áhuga geta farið í sund eftir leikina en Hafnarfjarðarbær býður öllum krökkum frítt í sund um helgina! Ef einhver er i vandræðum með far þá hafa samband við félagann eða þjálfara! Muna skóna, búninginn og stuttbuxurnar! Sjáumst ferskir á laugardaginn!

1999 strákarnir Keflavík 5
12.00 Keflavík 5 – Haukar 6 völlur 2
13.00 KR 3 - Keflavík 5 völlur 1
14.30 Fjölnir 3 – Keflavík 5 völlur 2

2000 strákarnir Keflavík 6
12.30 KR 7 – Keflavík 6 völlur 5
13.30 Grindavík 1 – Keflavík 6 völlur 2
15.30 Snæfell – Keflavík 6 völlur 2

kv. Bjössi þjálfari


Þjálfari

5. og 6. bekkur drengja
Björn Einarsson s. 864-3123 bjossieinars10@yahoo.com
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband