Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010
23.11.2010 | 18:50
Æfingar næstu daga
Á fimmtudaginn spila 11 ára strákarnir æfingaleik við 11 ára stelpurnar frá 15:00-16:00 í A salnum! Foreldrar eru velkomnir að mæta og horfa á leikinn! Sama dag spila 10 ára strákarnir æfingaleik við 10 ára stelpurnar á æfingunni 16:30-17:45! Endilega láta þetta ganga á milli leikmanna!
Æfingin á föstudag verður samkvæmt æfingatöflu kl.17:00-18:15 í Heiðarskóla!
* Svo er fyrirhugað pizzupartýið sem er búið að tala um í góðan tíma og verður fundinn tími sem fyrst! Það er nóg framundan í desember :)
kv. Bjössi þjálfari
Íþróttir | Breytt 29.11.2010 kl. 00:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.11.2010 | 16:13
Framar björtustu vonum!
Um helgina fór fram 2.umferð á Íslandsmótinu hjá 11 ára peyjunum en í síðustu törneringu náðu þeir að halda sér uppi í A riðli með 1 vinnusigri eins og allir muna eftir! Spilaðir voru sem fyrr 4 leikir alls og að þessu sinni var keppt í Sjálandsskóla í Garðabæ!
Fyrsti leikur mótsins hjá okkar mönnum var gegn sterku liði KR og er skemmst frá því að segja að sá leikur spilaðist illa og lokatölur voru 21-47! Við áttum aldrei séns og var þetta í raun mjög gott spark í rassgatið fyrir flestalla leikmenn liðsins sem voru á engan hátt tilbúnir í leikinn og spiluðu eins og hauslausar hænur! En eftir langt og gott spjall eftir þennan hræðilega leik var ákveðið að mæta tilbúnari og grimmari í næsta leik gegn hávöxnu liði heimamanna í Stjörnunni og kom allt annað lið inná völlinn og mátti sjá einbeitningu, baráttu og leikgleði í okkar mönnum allan tímann! Leikurinn var í járnum frá upphafi en við tókum öll völd á vellinum í byrjun 5.leikhluta og tryggðum okkur góðan og mjög svo sanngjarnan sigur 34-29! Það sem skóp þennan sigur var hrikalega góð vörn en við náðum að halda langbesta leikmanni þeirra (sem er c.a. 180cm á hæð) í aðeins 9 stigum!
Fyrsti leikur sunnudagsins var gegn Grindavík og endaði leikurinn 38-26 en fyrir síðasta leikhluta var staðan 26-24 fyrir Keflavík! Þessi lið eru ekkert ósvipuð að getu en að þessu sinni voru það Keflvíkingar sem stóðu uppi sem sigurvegarar! Með sigri í þessum leik tryggðum við okkur áframhaldandi veru í A riðli og um leið náðum við markmiði okkar sem sett var eftir síðasta mót að sigra 2 leiki! Síðasti leikur okkar á mótinu var gegn nágrönnum okkar í Njarðvík en þeir hafa á að skipa léttleikandi og skemmtilegum leikmönnum! Njarðvík voru búnir að vinna 2 og tapa 1 líkt og við og voru leikmenn minnugir slakrar frammistöðu gegn þeim á síðustu törneringu! Okkar menn voru staðráðnir að gera sitt besta í þessum leik og voru þarna komnir með bullandi sjálfstraust! Og viti menn, við unnum 39-31 og vorum með yfirhöndina allan leikinn! Dómarar leiksins voru því miður alls ekki góðir og hallaði jafnt á bæði lið og fór það meira í skapið á Njarðvíkingum á meðan okkar leikmenn létu dómarana í friði og einbeittu sér að spila körfubolta og uppskáru að þessu sinni magnaðan sigur!
Frábær helgi að baki, 3 sigrar í A riðli og 2.sætið um helgina sem er langt framar björtustu vonum og geta leikmenn og foreldrar verið mjög stoltir eftir þessa helgi! Þurfum ennþá að laga fullt af hlutum í okkar leik og vonandi er þetta bara byrjun á einhverju góðu en það sem skóp þessa sigra aðallega var góð varnarvinna og hörku barátta!! Katla lék með peyjunum og virtist það gefa strákunum smá blóðbragð í munninn um helgina! Allir stóðu sig vel og eru menn staðráðnir í því að halda áfram að bæta sig!
Úrslit leikja:
Keflavík KR 21 47
Keflavík Stjarnan 34 29
Keflavík Grindavík 38 26
Keflavík Njarðvík 39 31
Heildarskor: 132 - 133 (12/42 víti alls 28,6 %)
Þorbjörn 32 - 4/16 víti
Arnór 21 - 1/6
Katla 18 - 0/2
Árni 14 - 4/8
Páll 10
Tumi 9 - 1/2
Þorbergur 8
Rafnar 7 - 1/4
Ingimundur 6
Davíð 4
Arnar 2 - 0/2
Magnús 1 - 1/2
Stefán 0
kv. Bjössi þjálfari
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 20:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.11.2010 | 19:26
Niðurstaða úr skoðanakönnun
Lebron James 23,5%
Kobe Bryant 70,6%
Dwyane Wade 2,9%
Dwight Howard 0,0%
Carmelo Anthony 2,9%
34 hafa svarað
Það er nokkuð ljóst hver er í uppáhaldi þarna en Kobe Bryant fékk yfirburða kosningu eða tæplega 71% atkvæðanna!
kv. Bjössi þjálfari
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 19:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.11.2010 | 15:03
Liðið um helgina
Páll Orri
Arnar
Árni
Ingimundur
Magnús
Þorbjörn
Þorbergur
Tumi
Davíð
Arnór
Stefán
Rafnar
kv. Bjössi þjálfari
Íþróttir | Breytt 13.12.2010 kl. 12:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.11.2010 | 12:02
Íslandsmótið 20.-21.nóvember
Laugardagur 20.nóv
10:00 Keflavík - KR
12:00 Keflavík - Stjarnan
Sunnudagur
09:00 Keflavík - Grindavík
12:00 Keflavík - Njarðvík
Íþróttir | Breytt 19.11.2010 kl. 15:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.11.2010 | 20:18
Upplýsingar fyrir Hópbílamótið (uppfært)
Keflavík 1 11 ára drengir Allir leikir á velli 1
08:55 Keflavík Fjölnir 10
10:30 - 13:15 Bíóferð
14:05 Keflavík Fjölnir 9
16:35 Keflavík Þór Þ. 1
Sunnudagur
09:45 Keflavík Fjölnir 11
11:50 Keflavík Fjölnir 8
Keflavík 1: Árni, Páll, Þorbjörn, Þorbergur, Arnar, Ingimundur, Tumi, Magnús
Keflavík 4 10 ára strákar Allir leikir á velli 2
09:45 Keflavík ÍA
10:30 - 13:15 Bíóferð
14:30 Keflavík Fjölnir 20
18:15 Keflavík Snæfell 1
Sunnudagur
09:45 Keflavík Kormákur/Geisli 2
12:15 Keflavík Fjölnir 22
Keflavík 4: Arnór, Egill, Stefán, Rafnar, Siggi, Hjölli
Hér er hægt að finna dagskrá mótsins en þar er hægt að finna bíóferð, sund, kvöldvöku osfrv: http://fjolnir.is/fjolnir/karfa/
*Borga þarf keppnisgjaldið á æfingu á morgun og er upphæð 4000 krónur! Er þetta gert svo krakkarnir og foreldrar þurfi ekki að mæta of snemma og standa í skráningu fyrir liðið um morguninn í Rimaskóla!
*Mæting ekki seinna en 08:15 í Dalhúsum í Grafarvogi á laugardag eða allavega 30 mín fyrir sinn eigin leik!!
*Ingunn Rós móðir Þorbjörns, bauðst til að gista með strákunum og væri gott að fá annan foreldra ef möguleiki er fyrir hendi! Þannig að þeir leikmenn sem ætla að gista þurfa taka með sér svefnpoka/sæng og dýnu!
*MJÖG mikilvægt: Þeir foreldrar sem ætla með og/eða keyra peyjana þurfa láta vita hérna í ATHUGASEMDUM en við þurfum að smala krökkunum saman í bíla þar sem að það komast ekki allir foreldrar með!!
kv. Bjössi þjálfari
Íþróttir | Breytt 5.11.2010 kl. 19:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
2.11.2010 | 18:43
Búningamál og breyting á æfingatíma!
Nýju búningarnir eru komnir fyrir nýja iðkendur og þá leikmenn sem pöntuðu! Leikmenn fá búningana afhenta á æfingu á fimmtudag og muna koma með peninginn með sér en búningurinn kostar 5000 kr en 0 kr fyrir nýja iðkendur!
Gleðifregnir en æfingar á föstudögum breytast aðeins en frá og með næsta föstudag verða æfingarnar frá 17:00 - 18:15 í Heiðarskóla!! Er þetta gert svo strákarnir ná bæði fótbolta og körfuboltaæfingunum á þessum dögum!
Hvet enn og aftur foreldra og leikmenn til að fylgjast mun betur með fréttum á heimasíðunni og hvað er framundan osfrv!!
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 18:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.11.2010 | 22:19
Hópbílamót Fjölnis 6.-7.nóv
Hið árlega Hópbílamót Fjölnis er næstu helgi og taka bæði 5.+6.bekkur þátt í mótinu! Þátttökugjald er 4000 kr. og innifalið í því gjaldi er m.a. gisting í Rimaskóla, kvöldverður, kvöldvaka, kvöldhressing, morgunverður, bíóferð, pizzuveisla og verðlaunapeningur. Frítt er fyrir 1 þjálfara og 1 aðstoðarmann á hvert lið en þjálfari skráði t.d. 1 lið til leiks í hvorum aldursflokki!
Ef út í það fer að krakkarnir vilja gista sem mér heyrðist á æfingu í dag þá þarf 2-3 foreldra til að gista! Þannig að þeir foreldrar sem eru tilbúnir að gista með krökkunum endilega hafa samband við þjálfara sem fyrst en dagskráin er alveg frá 09:00 til 21:00 á laugardagskvöldinu og leikir byrja daginn eftir um 09:00! Dagskrá mótsins kemur inná síðuna síðar í vikunni!
Væri gott ef að foreldrar/leikmenn sem fá að taka þátt staðfesti það við þjálfara hérna í athugasemdum og eða á næstu æfingu! Takk fyrir.
kv. Bjössi þjálfari
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 22:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar