15.3.2011 | 21:57
Leikjaniðurröðun fyrir helgina!
Það verður sannkölluð körfuboltaveisla um helgina í Keflavík!! Lokaumferðir á Íslandsmótinu og 3 aldursflokkar með heimatörneringar hér í Keflavík ótrúlegt en satt! Við í minniboltanum og 7.fl kvenna að spila í Toyota Höllinni en 7.fl kvenna spilar einnig helming sinna leikja í Heiðarskólanum en þar verða líka 10.fl kvenna að spila sína leiki. Fyrir utan það þá er Meistaraflokkur karla að spila leik nr 1 við ÍR kl.19:15 á föstudaginn og Meistaraflokkur kvenna að spila leik nr 1 kl.16:00 á laugardaginn gegn KR! Þannig að það þurfti að púsla þessu öllu saman og hérna er niðurstaðan fyrir okkar leiki!
Laugardagur
09:00 Keflavík - KR 2
12:00 Keflavík - Stjarnan
Sunnudagur
15:15 Keflavík - ÍR
18:15 Keflavík - KR 1
Allir að taka þessa tíma frá og mæta til að styðja peyjana í þessum hörku leikjum! Þetta er eini stráka flokkurinn frá Keflavík í vetur sem er með mót á heimavelli í úrslitatörneringu og vonandi að það verður flottur stuðningur á okkar leikjum og rúmlega það til að aðstoða okkur í þessari baráttu!!
kv. Bjössi þjálfari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.5.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 18513
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég mæti, áfram Keflavík !!!!!!!
stefán Arnar (IP-tala skráð) 16.3.2011 kl. 09:11
Við verðum íslandsmeistarar.... no dout
Árni Geir (IP-tala skráð) 16.3.2011 kl. 09:21
ég mætti og hvet okkur til sigurs
Rafnar (IP-tala skráð) 16.3.2011 kl. 16:54
mæti
Arnór jr (IP-tala skráð) 18.3.2011 kl. 13:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.