Leita í fréttum mbl.is

Flottu Nettómóti lokið

Um helgina fór fram stærsta og langflottasta körfuboltamótið á landinu! Ef þið hafið ekki enn áttað ykkur á hvað um er að ræða þá er ég ekki að tala um Hópbílamótið, ég er auðvitað að tala um Nettómótið í Keflavík og Njarðvík! :) Rúmlega 1200 krakkar komu frá flestum klúbbum á landinu og gekk mótið mjög vel í alla staði! Okkar strákar fóru nú flestallir í sund og í bíó og að minni bestu vitund skemmtu sér vel. Kvöldvakan var mjög góð, krakkarnir fengu nammi og gos, Íþróttaálfurinn og Solla stirða fengu salinn með í allskonar leiki, dansa og fleira! Hörður Axel og Ólafur Ólafs sýndu frábærar troðslur sem fékk fólk úr sætunum þvílik voru tilþrifin, sérstaklega hjá Ólafi! Síðastur var Friðrik Dór og ætlaði að taka nokkur lög en því miður þá brást hljóðkerfið og verður það lagað fyrir næsta mót án efa! :) Mótshaldarar og starfsmenn fá miklar þakkir og hrós frá mér!!

Mættum við til leiks með 2 lið alls, s.s. strákar fæddar árið 2000 og 1999. Strákarnir stóðu sig hrikalega vel og eins og ávallt flottir innan sem utan vallar! Varnarleikurinn til fyrirmyndar, baráttan flott og leikgleðin skein í andlitum leikmanna það fór ekki á milli mála! Þakka öllum fyrir helgina og sérstaklega ykkur strákar, mjög ánægður með ykkur og auðvitað liðsstjórarnir Rúnar Árna, Óli og Svenni!! Þið fáið stórt kúdos frá mér! :)

Áfram Keflavík!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bjössi var að vinna en skrapp og sá nokkra leiki. Mótið sem slíkt er  flott og vel að því staðið. Ég kem úr fótboltanum og hef ekki fylgst mikið með körfunni en þennan vetur hef ég þó gert það. Það starf sem þú ert að vinna varðandi þessa krakka er þér og körfunni til sóma. Það er ánægjulegt að sjá hversu mikinn metnað þú leggur í þína vinnu.

Kveðja,

Einar H pabbi Egils Darra

Einar H Aðalbjörnsson (IP-tala skráð) 7.3.2011 kl. 12:40

2 identicon

Glæsilegt mót í alla staði og gaman að fylgjast með strákunum -Ingimundur var á  fyrsta og síðasta Nettómótinu sínu og er þetta allt saman til fyrirmyndar - gaman að fylgjast með samstöðu þeirra sem leggja hönd á plóg - góð liðsheild. Ingimundi fannst mjög gaman og litli bróðir hans sagðist ætla að byrja æfa körfu eftir troðsluatriðin á kvöldvökunni. Takk fyrir okkur.

Jónína (IP-tala skráð) 7.3.2011 kl. 20:37

3 identicon

Takk fyrir það Einar :)

Bjössi þjálfari (IP-tala skráð) 10.3.2011 kl. 00:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Þjálfari

5. og 6. bekkur drengja
Björn Einarsson s. 864-3123 bjossieinars10@yahoo.com
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 18513

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband