31.12.2010 | 16:29
Actavismótið
Já komiði sæl! Vonandi eru allir búnir að hafa það gott yfir hátíðarnar! Framundan er seinni helmingur tímabilsins og helgina 8.-9.janúar n.k. er Actavismót Hauka en það er fyrir stúlkur og drengi fædda 1999 - 2004. Leikið verður 2 x 12 mínútur og verður leiktíminn ekki stöðvaður, stigin ekki talin enda allir sigurvegarar! Þáttökugjaldið er aðeins 1.800 krónur á leikmann og fá allir verðlaunapening. Þjálfari skráði bæði 5. og 6.bekk til leiks og vonast eftir góðri þátttöku!
Um leið vil ég þakka fyrir árið 2010 og óska öllum velfarnaðar og góðs gengis innan sem utan vallar á komandi ári! Sjáumst hressir og kátir á æfingu þriðjudaginn 4.janúar 2011 :)
Körfuboltakveðja,
Bjössi Einars þjálfari.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Foreldrar og leikmenn mættu gjarnan vera virkari í að koma með athugasemdir (comment) á færslurnar! Stelpubloggið er mun virkara þannig að um að gera spýta í lófana hérna, fylgjast betur með og endilega láta vita ef þið komist ekki á æfingar eða megið mæta á mótið núna um helgina osfrv..
kef-kef.blog.is er bloggið hjá stelpunum... Mæli með að þið skoðið það :)
Bjössi þjálfari (IP-tala skráð) 3.1.2011 kl. 23:18
Stefán mun mæta á mótið um helgina :) Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla.
Stefán Arnar (IP-tala skráð) 4.1.2011 kl. 07:57
Ingimundur mætir um helgina
Ingimundur Aron (IP-tala skráð) 5.1.2011 kl. 15:34
Ég mæti
Arni G (IP-tala skráð) 5.1.2011 kl. 18:58
Keppum við báða daganna? Ég mæti.
Tumi
tumi (IP-tala skráð) 5.1.2011 kl. 21:23
Leikjaplan kemur inn á síðuna á morgun fimmtudag.. Þeir hjá Haukum voru búnir að senda leikjaniðurröðunina en svo breyttist eitthvað og ég er ekki ennþá búinn að fá loka breytinguna!! En þetta er bara mót sem stendur yfir í 1 dag... Meira á morgun :)
Bjössi þjálfari (IP-tala skráð) 5.1.2011 kl. 22:53
Gleðilegt ár.
Er veikur núna en kem á morgun og verð með um helgin
Kveðja,
Egill Darri
Egill Darri (IP-tala skráð) 6.1.2011 kl. 11:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.