Leita í fréttum mbl.is

Umfjöllun og myndir úr Jólapartýinu

Alls mættu 35 krakkar í Jólapartýið og gekk það framar björtustu vonum! Mættu allir leikmenn í annaðhvort jólasveina dressi, rauðum og hvítum fatnaði eða allavega voru allir mjög jólalegir og flottir á því, svona á þetta að vera! :) Dagskráin var eins og allir vita frá 11:00 - 15:00 og eins og áður segir gekk rosalega vel og skemmtu allir sér konunglega undir hressum jólatónum! Farið var í allskonar þrautir og keppnir og sáust mörg flott tilþrif! Víta og 3ja stiga leikirnir voru mjög jafnir og spennandi og var hittnin þar stórglæsileg! Í miðri skemmtun komu pizzur og drykkir handa krökkunum og má með sanni segja að allir hafi borðað á sig gat! Þríhjólakeppnin var skrautleg og hentaði mjög vel að vera lágvaxninn þá! Í troðslukeppninni náðu nokkuð margir að troða og fengum við Hörð Axel til að sýna smá tilþrif áður en krakkarnir reyndu sjálf!

Annars var gleðin í fyrirrúmi og var svo skipt í lið og spilað mikið og voru liðin blönduð með strákum og stelpum saman og gekk það mjög vel! Þar sem það voru svo margar pizzur eftir afgangs ákvað þjálfarinn að slá upp kappáti í lokin og reyndu nokkrir hressir einstaklingar fyrir sér þar og fóru sumir VEL þéttir heim :) En hér að neðan má sjá sigurvegara úr einstökum keppnum sem voru í dag!

Vítakeppni: Tara og Tumi (Bæði fengu 2 miða að eigin vali í bíó)
3ja stiga drottning og kóngur: Elsa og Arnór Sveins (Fengu bæði körfubolta)
Þrautakeppni: Katla og Þorbergur (Bæði fengu úttekt af pizzum á Langbest og körfubolta)
Þríhjólakóngur: Páll Orri (körfubolti)
Troðslukóngur: Arnór Sveins (Michael Jordan svitaband)
Stingerkeppni: Guðrún María (körfubolti)
Kappát: Arnar (Úttekt af pizzum á Langbest)

Þakka Mumma Skúla, Thelmu Hrund, Atla, Almari, Herði Axel og Unglingaráðinu kærlega fyrir aðstoðina í dag!

*Myndir eru komnar inn á kef-kef.blog.is en það er síðan hjá stelpunum!

p.s. Minni svo á æfingaleikinn á morgun kl.13:00 í A sal milli kynjanna!

bestu kveðjur
Bjössi Einars þjálfari


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Síðasta æfingin árið 2010 á morgun fimmtudag!! Sjáumst hressir og kátir :)

Bjössi þjálfari (IP-tala skráð) 29.12.2010 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Þjálfari

5. og 6. bekkur drengja
Björn Einarsson s. 864-3123 bjossieinars10@yahoo.com
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband