1.11.2010 | 22:19
Hópbílamót Fjölnis 6.-7.nóv
Hið árlega Hópbílamót Fjölnis er næstu helgi og taka bæði 5.+6.bekkur þátt í mótinu! Þátttökugjald er 4000 kr. og innifalið í því gjaldi er m.a. gisting í Rimaskóla, kvöldverður, kvöldvaka, kvöldhressing, morgunverður, bíóferð, pizzuveisla og verðlaunapeningur. Frítt er fyrir 1 þjálfara og 1 aðstoðarmann á hvert lið en þjálfari skráði t.d. 1 lið til leiks í hvorum aldursflokki!
Ef út í það fer að krakkarnir vilja gista sem mér heyrðist á æfingu í dag þá þarf 2-3 foreldra til að gista! Þannig að þeir foreldrar sem eru tilbúnir að gista með krökkunum endilega hafa samband við þjálfara sem fyrst en dagskráin er alveg frá 09:00 til 21:00 á laugardagskvöldinu og leikir byrja daginn eftir um 09:00! Dagskrá mótsins kemur inná síðuna síðar í vikunni!
Væri gott ef að foreldrar/leikmenn sem fá að taka þátt staðfesti það við þjálfara hérna í athugasemdum og eða á næstu æfingu! Takk fyrir.
kv. Bjössi þjálfari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.5.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Stefán mætir, en við getum því miður ekki aðstoðað við þetta mót þar sem við verðum erlendis. Vonandi verða strákarnir öflugir og áfram KEFLAVÍK
Maja (IP-tala skráð) 2.11.2010 kl. 11:16
Hjölli mætir , en ég get ekki aðstoðað við gistinguna
kveðja Brynja
Brynja (IP-tala skráð) 2.11.2010 kl. 11:45
Ingimundur mætir - en við getum ekki aðstoðað við gistingu.
Ingimundur Aron (IP-tala skráð) 2.11.2010 kl. 17:44
Takk fyrir þessar upplýsingar en það eiga enn margir foreldrar eftir að commenta þannig að við sjáum hvað kemur útúr því :)
Bjössi þjálfari (IP-tala skráð) 2.11.2010 kl. 18:31
Rafnar mætir, hann mun þó ekki gista.
Kv.Ó.Á.
Ó.Ásmunds (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 10:12
Ég get því miður ekki verið með þessa helgi vegna vinnu. Tumi mætir þó örugglega.
kv Bergdís mamma Tuma.
Tumi (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 15:16
Árni Geir mun vera með en gistir ekki.
kv. Heiða mamma Árna Geirs
Árni Geir (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 21:12
Hæ hæ Þorbjörn ætlar að taka þátt í mótinu. Ég er tilbúin að vera til staðar og gista með strákunum.
Kv Ingunn
Þorbjörn (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 22:19
Egill Darri mætir og við getum verið innan handar yfir laugardaginn í það minnsta. Egill vill gista ef það verður hægt
Kv
Einar H
Egill Darri (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 19:48
Arnór sveinsson mætir en gistir ekki hann fær far með rafnari.
sveinn sveinsson (IP-tala skráð) 5.11.2010 kl. 14:44
Þakka Ingunni fyrir að ætla gista með peyjunum en það er því miður búið að flauta það af vegna slæmrar þátttöku í gistimálum! En við sjáumst hressir á morgun samt sem áður :)
Bjössi þjálfari (IP-tala skráð) 5.11.2010 kl. 19:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.